Erlent

Kristur í bílskúr

Óli Tynes skrifar
Er þetta Kristur, eða bara skítugt bílskúrsgólf ?
Er þetta Kristur, eða bara skítugt bílskúrsgólf ?

Olíublettur á bílskúrsgólfi sem þykir líkjast Jesús Kristi seldist á netinu fyrir 1.525.69 dollara. Húsmóðirin Deb Serio, sem er menntaskólakennari sagði að þeim hefði aldrei dottið í hug að lista/kraftaverkið myndi seljast hvað þá fyrir þessa upphæð.

Fjölskyldan tók mynd af olíublettinum og setti hana á netið. Og þegar hann seldist fengu þau múrara til þess að fjarlægja hann af gólfinu. Ekki er vitað um nafn nýja eigandans. Á netinu kallaði hann sig "eyjaundanströndinni."

Deb Serio er kirkjurækin í besta lagi en sagði að sér hefði fundist bletturinn skondinn frekar en helgur. Hún sagði að sumir þyrftu eitthvað svona til þess að treysta trú sína. Sjálf væri hún örugg í sinni trú og þyrfti ekki á því að halda. Þessvegna væri henni alveg sama þótt olíubletturinn færi eitthvað annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×