Erlent

Heimtar pening fyrir lík herflugmanna

Óli Tynes skrifar
Avro Lancaster sprengjuflugvél.
Avro Lancaster sprengjuflugvél.

Þýskur bóndi neitar að leyfa breskri fjölskyldu um leyfi til þess að sækja lík ættingja úr flugvél sem var skotin niður yfir landi hans í síðari heimsstyrjöldinni. Nema fjölskyldan borgi honum tæpar 700 þúsund krónur. Ættingin var flugmaður á Lancaster sprengjuflugvél sem fór í árásarferð til Þýskalands 25. ágúst árið 1944.

Eftir að vélin hrapaði niður á land þýska bóndans safnaði staðarfólk saman líkamsleifum sem voru grafin í sameiginlegri gröf. Síðar kom í ljós að eitthvað af líkum áhafnarinnar varð eftir í flugvélarflakinu. Það er nú meira og minna niðurgrafið og þakið gróðri. Horst Bender, sem á landið, veitti í fyrstu leyfi til þess að vélin yrði grafin upp. Svo skipti hann um skoðun og krafðist fébóta fyrir.

Bender segir að skemmdir verði unnar á landinu til þess að grafa vélina upp og ná líkunum út. Hann hafi ekkert á móti því að ættingjar fái jarðneskar leifar ástvina sinna, en einhver verði að bæta honum tjónið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×