Erlent

Skjótið til að drepa -líka konur og börn

Óli Tynes skrifar
Múrinn skipti Berlín í tvennt.
Múrinn skipti Berlín í tvennt.

Austur-þýskir landamæraverðir höfðu skipun um að skjóta til þess að drepa ef þeir sáu fólk reyna að flýja yfir Berlínarmúrinn. Þetta hefur nú verið sannað svart á hvítu í skjali frá árinu 1973 sem fannst í skjalasafni í bænum Magdeburg í síðustu viku. Skipunin um að drepa kom frá leyniþjónustunni Stasi.

Skjalið er dagsett 1. október árið 1973. Og þar er ekkert verið að skafa utan af hlutunum. Landamæraverðirnir fá skipun um að stöðva eða drepa alla þá sem þeir sjá reyna að flýja. "Ekki hika við að beita skotvopnum. Jafnvel ekki þótt konur og börn séu með. Það er aðferð sem svikarar hafa oft beitt." segir í tilskipuninni frá Stasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×