Helmingur leikmanna á Englandi útlendingar Guðjón Helgason skrifar 11. ágúst 2007 19:22 Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni. Breska blaðið Independent fjallar um erlend áhrif í enska boltanum í dag. Nærri helmingur liðana 20 í úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga þar af eitt, West Ham, í eigu Íslendinganna Eggert Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. 5 erlendir þjálfarar eru við stjórnvölin í deildinni og í fyrsta sinn er rúmur helmingur leikmanna útlendingar, rúmlega 330 leikmenn frá 66 þjóðlöndum, þar af 4 Íslendingar. Þeir voru aðeins 11 þegar úrvaldeildin var stofnuð fyrir 15 árum. Í sumar hefur Liverpool keypt 11 útlendinga, Manchester City að minnsta kosti 8, Bolton 7, Manchester United 4 og Arsenal 4 svo einhver lið séu nefnd. Lið geta keypt leikmenn fram að mánaðamótum og enn getur því fjölgað í hópi útlendinga. Það sama er upp á teningnum víðar í evrópuboltanum. Innan Evrópusambandsins hefur verið rætt að setja launaþak og takmarka fjölda útlendinga. Því hafa bresk stjórnvöld hafnað hingað til en það gæti breyttst. Breskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af þróuninni og hvaða áhrif hún hefur á enska landsliðið í knattspyrnu. Það hefur dottið úr keppni í átta liða úrslitum í síðustu heimsmeistara- og evrópukeppni og rúmir fjórir áratugir séu liðnir frá því að Englendingar urðu heimsmeistarar sem særir stolt þjóðar sem segir knattspyrnuna fædda í bakgarði sínum. James Purnell, menningarmálaráðherra og Arsenal stuðningsmaður, vill að félögin noti sjónvarpstekjur frekar til að styrkja ungliðastarf en að leita út fyrir landssteinana að leikmönnum. Talsmenn knattspyrnuliðanna segjast vilja ala upp stjörnur og spara peninga en það þurfi að verða við kröfu stuðningsmanna sem vilji það besta. Auk þess dragi þekktir erlendir hæfileikamenn á borð við Carlos Tevez hjá Manchester United og Dider Drogba hjá Chelse athygli að deildinni og þá verði aðsókn meiri. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni. Breska blaðið Independent fjallar um erlend áhrif í enska boltanum í dag. Nærri helmingur liðana 20 í úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga þar af eitt, West Ham, í eigu Íslendinganna Eggert Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. 5 erlendir þjálfarar eru við stjórnvölin í deildinni og í fyrsta sinn er rúmur helmingur leikmanna útlendingar, rúmlega 330 leikmenn frá 66 þjóðlöndum, þar af 4 Íslendingar. Þeir voru aðeins 11 þegar úrvaldeildin var stofnuð fyrir 15 árum. Í sumar hefur Liverpool keypt 11 útlendinga, Manchester City að minnsta kosti 8, Bolton 7, Manchester United 4 og Arsenal 4 svo einhver lið séu nefnd. Lið geta keypt leikmenn fram að mánaðamótum og enn getur því fjölgað í hópi útlendinga. Það sama er upp á teningnum víðar í evrópuboltanum. Innan Evrópusambandsins hefur verið rætt að setja launaþak og takmarka fjölda útlendinga. Því hafa bresk stjórnvöld hafnað hingað til en það gæti breyttst. Breskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af þróuninni og hvaða áhrif hún hefur á enska landsliðið í knattspyrnu. Það hefur dottið úr keppni í átta liða úrslitum í síðustu heimsmeistara- og evrópukeppni og rúmir fjórir áratugir séu liðnir frá því að Englendingar urðu heimsmeistarar sem særir stolt þjóðar sem segir knattspyrnuna fædda í bakgarði sínum. James Purnell, menningarmálaráðherra og Arsenal stuðningsmaður, vill að félögin noti sjónvarpstekjur frekar til að styrkja ungliðastarf en að leita út fyrir landssteinana að leikmönnum. Talsmenn knattspyrnuliðanna segjast vilja ala upp stjörnur og spara peninga en það þurfi að verða við kröfu stuðningsmanna sem vilji það besta. Auk þess dragi þekktir erlendir hæfileikamenn á borð við Carlos Tevez hjá Manchester United og Dider Drogba hjá Chelse athygli að deildinni og þá verði aðsókn meiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira