Innlent

Börn hlaupa fyrir börn

Óli Tynes skrifar
Þessum hressu krökkkum yrði ekki skotaskuld úr því að hlaupa með íþróttaálfinum.
Þessum hressu krökkkum yrði ekki skotaskuld úr því að hlaupa með íþróttaálfinum.

Í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Glitnis 18. ágúst nk. verður í annað sinn efnt til Latabæjarhlaups sem er sérstaklega ætlað börnum 9 ára og yngri. Í ár munu þátttökugjöldin í hlaupinu renna óskipt til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í fyrra hlupu um 4.200 börn og standa vonir til að a.m.k. jafnmargir hlaupi í ár. Þátttökugjaldið í ár er það sama og í fyrra eða 800 kr.

Ef þátttakan í ár verður jafngóð eða betri munu milljónir króna renna til UNICEF að hlaupi loknu. Að þessu sinni verður Latabæjarhlaupið á svæðinu fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands og búist er við þúsundum manna á svæðið. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að öllu söfnunarfénu verði varið í alþjóðlegan sjóð UNICEF sem nýtir fjármunina þar sem þörfin er mest hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×