Erlent

Hellti bensíni yfir konuna og brann inni

Óli Tynes skrifar
Tveir lögregluþjónar voru í gær sendir að húsi í Kalundborg í Danmörku til að stilla til friðar í hjónaerjum. Mikil óp og læti höfðu heyrst frá húsinu. Þegar lögregluþjónarnir knúðu dyra kom skelfd eiginkona til dyra. Hún sagði þeim að maðurinn hefði hellt yfir sig bensíni. Lögregluþjónarnir fundu enda mikinn bensínfnyk leggja úr húsinu.

Rétt í því kveikti maðurinn á kveikjara og henti í konu sína. En sem fyrr segir var megn bensíngufa í húsinu. Það varð mikil sprenging og eldhaf. Sprengingin þeytti konunni í fang lögregluþjónanna, sem forðuðu henni á öruggan stað. Eiginmaðurinn var ekki jafn heppinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×