Erlent

Sér grefur gröf

Óli Tynes skrifar

Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig.

Mikið magn af jarðvegi hrundi ofan í gröfina og færði manninn á kaf. Aðrir starfsmenn kirkjugarðsins þustu til en ekki tókst að ná manninum upp fyrr en eftir 45 mínútur. Þá var hann látinn. Litið er á þetta sem vinnuslys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×