Erlent

Móses fékk ekki að endurtaka leikinn

Óli Tynes skrifar
Móses lyfti staf sínum og skildi að Rauða hafið.
Móses lyfti staf sínum og skildi að Rauða hafið.

Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann.

Fasteignasalinn Charles Móses, sem býr í Idaho í Bandaríkjunum komst ekki alveg jafn vel frá því að breyta farvegi vatns í grennd við lóðir sem hann hafði til sölu til við Teton Creek. Hann fékk ítrekaðar aðvaranir frá yfirvöldum sem sögðu hann vera að brjóta margvíslegar reglugerðir. Bæði í skipulags og mengunarmálum.

Móses lét þetta sem vind um eyru þjóta. Eins og her Faraós fóru þá yfirvöld og sóttu að Móses. En hafið gleypti þau ekki og Móses hefur nú verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×