Erlent

Hún eyðilagði fyrir sér daginn

Óli Tynes skrifar

Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið.

Bæði farþegar og áhöfn fundu megna áfengislykt af Mills þegar verið var að búa vélina undir flugtak. Hún viðurkenndi að hún hefði drukkið viskí og flugstjórinn vísaði henni frá borði. Því reiddist hún mjög, sem fyrr segir. Og eyðilagði alveg fyrir sér daginn.

Hún á auðvitað yfir höfði sér málssókn frá flugmálayfirvöldum fyrir að vera drukkin í vinnunni. Og í flugbransanum í Bandaríkjunum er afskalega óviturlegt að hafa í hótunum við flugstjóra. Það fellur undir hryðjuveralöggjöfina og afleiðingarnar eru slæmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×