190 þúsund byssur týndar Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 12:31 Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Um er að ræða 110 þúsund AK-47 árásarriffla og 80 þúsund skammbyssur. Þá hafa einnig 135 þúsund skothelt vesti horfið og 115 þúsund hjálmar. Allur þessi búnaður kemur frá Bandaríkjamönnum og var settur í hendur íraskra öryggissveitar- og lögreglumanna. Það er rannsóknarhópur á vegum Bandaríkjaþings sem greinir frá þessu í nýrri skýrslu en þar segir að bandarísk hermálayfirvöld geti ekki greint frá því hvað orðið hafi um byssurnar. Þau geta aðeins rakið um 30% þeirra vopna sem hafa verið send Írökum síðustu 3 árin. Varnarmálaráðuneytið dregur þessar tölur ekki í efa og segir málið í athugun. Í skýrsllunni segir að vopnum hafi verið útbýtt af handahópi og í flýti og skipulag hafi verið lítið sem ekkert, sér í lagi árin 2004 og 2005. Þá sá David Petraeus, herforingi í Bandaríkjaher, um þjálfun íraskra öryggissveita, en Petraeus stjórnar nú öllum herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nú er óttast að vopin séu notuð til að myrða íraska borgara og bandaríska hermenn. Ofan á þessa mun einnig ganga treglega að koma vopnum sem Írakar hafa óskað frá Bandaríkjamönnum í hendur öryggissveita. Rúmlega fjórðungur þess sem pantað hefur verið hafi borist og segir sendiherra Íraka í Bandaríkjunum að það komi í veg fyrir að Írakar sjálfir geti tekið á andspyrnumönnum. Þessar upplýsingar koma fram á versta tíma fyrir Bush Bandaríkjaforseta þar í Washington er nú tekist hart á um árangurinn í Íraksstríðsins. Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, munu í næsta mánuði leggja fram skýrslu þar sem þeir meta árangur hertra aðgerða í Írak sem miða að því að binda enda á átök þjóðarbrota og auka möguleikann á fullri sjálfsstjórn Íraka. Erlent Fréttir Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Um er að ræða 110 þúsund AK-47 árásarriffla og 80 þúsund skammbyssur. Þá hafa einnig 135 þúsund skothelt vesti horfið og 115 þúsund hjálmar. Allur þessi búnaður kemur frá Bandaríkjamönnum og var settur í hendur íraskra öryggissveitar- og lögreglumanna. Það er rannsóknarhópur á vegum Bandaríkjaþings sem greinir frá þessu í nýrri skýrslu en þar segir að bandarísk hermálayfirvöld geti ekki greint frá því hvað orðið hafi um byssurnar. Þau geta aðeins rakið um 30% þeirra vopna sem hafa verið send Írökum síðustu 3 árin. Varnarmálaráðuneytið dregur þessar tölur ekki í efa og segir málið í athugun. Í skýrsllunni segir að vopnum hafi verið útbýtt af handahópi og í flýti og skipulag hafi verið lítið sem ekkert, sér í lagi árin 2004 og 2005. Þá sá David Petraeus, herforingi í Bandaríkjaher, um þjálfun íraskra öryggissveita, en Petraeus stjórnar nú öllum herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nú er óttast að vopin séu notuð til að myrða íraska borgara og bandaríska hermenn. Ofan á þessa mun einnig ganga treglega að koma vopnum sem Írakar hafa óskað frá Bandaríkjamönnum í hendur öryggissveita. Rúmlega fjórðungur þess sem pantað hefur verið hafi borist og segir sendiherra Íraka í Bandaríkjunum að það komi í veg fyrir að Írakar sjálfir geti tekið á andspyrnumönnum. Þessar upplýsingar koma fram á versta tíma fyrir Bush Bandaríkjaforseta þar í Washington er nú tekist hart á um árangurinn í Íraksstríðsins. Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, munu í næsta mánuði leggja fram skýrslu þar sem þeir meta árangur hertra aðgerða í Írak sem miða að því að binda enda á átök þjóðarbrota og auka möguleikann á fullri sjálfsstjórn Íraka.
Erlent Fréttir Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira