Erlent

Bush boðar til loftslagsráðstefnu

MYND/AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Ráðstefnan verður haldin í Washington í næsta mánuði og hefur Bush boðið Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu og fimmtán stærstu efnahagsríkjum heims á hana.

Stefnt er að því að á ráðstefnunni verði samþykkt langtíma markmið til að minnka gróðurhúsáhrifin en margir vísindamenn telja að þau séu ástæðan fyrir hlýnandi veðurfari í heiminum.

Bush ræddi fyrst um ráðstefnuna í lok maí stuttu eftir G8 fundinn í Þýskalandi. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér segir að Bandaríkjunum sé skylt að starfa með öðrum stórum efnahagsríkjum og að þeim sé einnig skylt að búa til áætlun um minnkun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok árs 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×