Erlent

Yfirfullum bát hvolfdi við strendur Sierra Leone

Að minnsta kosti 65 manns er saknað eftir að bát hvolfdi í stormi við strendur Sierra Leone aðfararnótt föstudags.

Lögregla á svæðinu telur að um 85 manns hafi verið um borð en báturinn, sem flutti meðal annars hrísgrjón og pálmolíu, hafði ekki leyfi fyrir svo mörgum farþegum. Aðeins tveir hafa fundist á lífi og voru það sjómenn sem björguðu þeim skömmu eftir slysið. Hermenn í Sierra Leone leita nú á svæðinu ásamt sjómönnum.

Ágúst er mikill rigningartími í Vestur-Afríku og eru óveður algeng. Að sögn fréttaritara BBC fréttastofunnar hafa kaupmenn litla aðra möguleika en að flytja vörur sínar á milli svæða á litlum bátum. Þeir eru oft yfirfullir og öryggi farþega lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×