Erlent

Líkamsleifar seldar til galdraiðkunar

Yfirvöld í Mósambík hafa handtekið þrjá aðila vegna meintrar aðildar þeirra að viðskiptum með líkamshluta. Málið tengist morðum og limlestingum á sjö konum og einu barni í Cabo Delgado héraðinu sem framin voru í vikunni.

Morð, limlestingar og viðskipti með mannabein sem notuð eru við galdraiðkun eru orðin nokkuð algeng einkum í norður- og miðhluta landsins. Líkamsleifarnar eru meðal annars seldar til nágrannaríkjanna Malaví, Suður-Afríku og Zimbabwe.

Lazaro Mathe, fylkisstjóri Cabo Delgado, segir að glæpamennirnir myrði fórnarlömb sín og skeri af þeim kynfærin sem síðan eru seld til galdraiðkunar. Sambærileg mál hafa komið upp á öðrum svæðum í landinu og hefur Mathe lýst yfir áhyggjum sínum af ástandinu lofað að grípa til aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×