Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 09:55 Robert Mugabe, forseti Zimbabwe. MYND/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Nýi seðillinn verður 200.000 zimbabweskir dollarar og hann er metinn á um það bil einn bandarískan dollara á svarta markaðnum í landinu og um 13 á opinberu gengi. Hæsti seðillinn var áður 100.000 ZD. Sem stendur verður almenningur að bera á sér gríðarstórar upphæðir til þess eins að geta keypt sér í matinn þann daginn og vonast er til þess að þessar aðgerðir eigi eftir að draga úr því. Aðeins er eitt ár síðan Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, skar þrjú núll aftan af gjaldmiðli landsins. Aðgerðir stjórnvalda taldar auka á verðbólgunaFólk að versla í búð í Zimbabwe. Eins og sést er úrvalið vægast sagt takmarkað þar sem verslunareigendur hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa nýjar vörur eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að lækka verð og frystu þau síðan.MYND/AFPÍ síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld verslunum að lækka öll verð um helming og frystu þau síðan. Það var vegna þess að þau höfðu þá hækkað um 300 prósent á innan við viku. Vegna þeirra aðgerða stjórnvalda voru hundruð verslunareigenda, sem urðu ekki við skipunum stjórnvalda, handteknir fyrir að selja vörur of háu verði og voru sektaðir og jafnvel fangelsaðir. Búðum þeirra var síðan lokað í kjölfarið og við það varð matarskorturinn enn alvarlegri. Mugabe segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til þess að koma reglu á markaði í landinu en hann vill meina að andstæðingar hans séu að reyna að koma honum frá með því að eyðileggja efnahag landsins. Þá neitar hann að hafa gert nokkuð sem gæti hafa komið niður á efnahag landsins og sakar þess í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Bandaríkin og Bretland um að reyna að koma sér frá völdum með því að gera landið gjaldþrota. Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Mugabe, lögbundin lækkun á vörum og frysting á verðum, eigi að lokum eftir að ýta undir skort á vörum og því auka enn á verðbólguna í landinu. Erlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Nýi seðillinn verður 200.000 zimbabweskir dollarar og hann er metinn á um það bil einn bandarískan dollara á svarta markaðnum í landinu og um 13 á opinberu gengi. Hæsti seðillinn var áður 100.000 ZD. Sem stendur verður almenningur að bera á sér gríðarstórar upphæðir til þess eins að geta keypt sér í matinn þann daginn og vonast er til þess að þessar aðgerðir eigi eftir að draga úr því. Aðeins er eitt ár síðan Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, skar þrjú núll aftan af gjaldmiðli landsins. Aðgerðir stjórnvalda taldar auka á verðbólgunaFólk að versla í búð í Zimbabwe. Eins og sést er úrvalið vægast sagt takmarkað þar sem verslunareigendur hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa nýjar vörur eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að lækka verð og frystu þau síðan.MYND/AFPÍ síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld verslunum að lækka öll verð um helming og frystu þau síðan. Það var vegna þess að þau höfðu þá hækkað um 300 prósent á innan við viku. Vegna þeirra aðgerða stjórnvalda voru hundruð verslunareigenda, sem urðu ekki við skipunum stjórnvalda, handteknir fyrir að selja vörur of háu verði og voru sektaðir og jafnvel fangelsaðir. Búðum þeirra var síðan lokað í kjölfarið og við það varð matarskorturinn enn alvarlegri. Mugabe segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til þess að koma reglu á markaði í landinu en hann vill meina að andstæðingar hans séu að reyna að koma honum frá með því að eyðileggja efnahag landsins. Þá neitar hann að hafa gert nokkuð sem gæti hafa komið niður á efnahag landsins og sakar þess í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Bandaríkin og Bretland um að reyna að koma sér frá völdum með því að gera landið gjaldþrota. Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Mugabe, lögbundin lækkun á vörum og frysting á verðum, eigi að lokum eftir að ýta undir skort á vörum og því auka enn á verðbólguna í landinu.
Erlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira