Sýndarveruleikinn færist nær 30. júlí 2007 12:00 Í Second Life-sýndarheiminum hafa margir háskólar komið sér upp sýndarkennslustofum fyrir fjarkennslu, myndlistarmenn hafa haldið sýningar og tónlistarmenn tónleika. Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com. Vísindi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com.
Vísindi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira