Sýndarveruleikinn færist nær 30. júlí 2007 12:00 Í Second Life-sýndarheiminum hafa margir háskólar komið sér upp sýndarkennslustofum fyrir fjarkennslu, myndlistarmenn hafa haldið sýningar og tónlistarmenn tónleika. Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com. Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com.
Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira