Erlent

Búlgörsk börn boðin til sölu

Búlgörsk börn eru boðin til sölu á um 60 þúsund evrur með loforði um að þeim verði smyglað til annarra landa. Þetta kemur fram í nýjum sjónvarpsþætti sem fréttamenn á vegum BBC hafa unnið.

Fréttamenn þáttarins Ten O´Clock News á BBC unnu að þættinum í rúman mánuði í bænum Varna í Búlgaríu. Þeir villtu á sér heimildir og þóttust vilja kaupa barn af manni í bænum. Barnið sögðust þeir vera að kaupa fyrir breskan kaupsýslumann sem, að sögn fréttamannana, gat ekki farið hefðbundna leið við ættleiðingu þar sem hann væri á sakaskrá. Búlgarski maðurinn sem fréttamennirnir ræddu við spurði aldrei hvað myndi verða um barnið ef af kaupunum yrði. Hann sagðist jafnvel geta flutt það heim að dyrum í London.

Ekkert barn var selt á meðan BBC var að vinna þáttinn. Að sögn búlgarska innanríkisráðherrans voru þrír handteknir í kjölfar þáttarins og ábendinga fá fréttamönnunum. Þar á meðal sá maður sem talinn er að hafi átt að smygla börnunum á milli landa.

Búlgörsk stjórnvöld hafa verið beitt miklum þrýstingi til að leysa upp skipulagða glæpastarfsemi síðan að landið fékk inngöngu í Evrópusambandið fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×