Erlent

Talibanar taka suður-kóreskan gísl af lífi

Ættingjar syrgja
Ættingjar syrgja MYND/AP

Talibanar hafa tekið af lífi einn af þeim 23 suður-kóresku gíslum sem þeir hafa haft í haldi síðustu daga. Þetta hefur fréttastofan Reuters eftir Qari Mohammad Yousuf talsmanni Talibana.

Talibanar hyggjast taka fleiri gísla af lífi gangi afgönsk stjórnvöld ekki að kröfum þeirra um að sleppa föngum úr þeirra röðum lausum. Stjórnvöld í Afganistan hafa staðfest dauða gíslsins og segja hann hafa haft skotsár um allan líkamann.

Á sama tíma hafa stjórnvöld í Suður-Kóreu sagt að átta af gíslum hafi verið sleppt en afgönsk stjórnvöld hafa ekki getað staðfest það.

Gíslarnir 23 voru teknir til fanga í Ghazni, suð-vestur af Kabúl, á fimmtudaginn var. Gíslarnir, sem flestir eru konur, eru meðlimir í kristilegum hjálparsamtökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×