Erlent

Bandarískir læknar útskrifast frá kúbverskum skóla

Hinir nýútskrifuðu læknar
Hinir nýútskrifuðu læknar MYND/AP

Átta bandarískir nemendur útskrifuðust fyrir skömmu sem læknar frá kúbanska læknaskólanum, Latin American School of Medicine in Havana, eftir sex ára gjaldfrjálst nám. Læknarnir hyggjast allir snúa aftur heim til Bandaríkjanna og sækja um starfsréttindi til að geta starfað sem læknar á þarlendum sjúkrahúsum.

Bandaríkjamennirnir, sex konur og tveir karlar, voru meðal 2.100 nemenda frá yfir 25 löndum sem fengu skírteini sín afhent í Karl Marx leikhúsinu í Havana. Læknarnir nýútskrifuðu koma allir úr minihlutahópum í Bandaríkjunum. Þeir segjast ætla að nýta menntun sína til að hlúa að fátæku fólki og fylgja þannig eftir mannúðarhugmyndafræði skólans.

"Á Kúbu er ekki litið á heilbrigðisþjónustu sem viðskipti," sagði Kenya Bingham, einn af hinum nýútskrifuðu bandarísku læknum. "Ekki er reynt að hafa fé af veiku fólki og þeim vísað frá sem ekki hafa tryggingu."

Talið er að útskrift Bandaríkjamannana muni gefa orðspori kúbverska heilbrigðistkerfisins byr undir báða vængi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×