Erlent

Brostin olíuleiðsla svartmálaði hús og bíla

Allt svart umhverfis leiðsluna sem brast
Allt svart umhverfis leiðsluna sem brast MYND/AP

Vegavinnumenn sem voru að störfum í Burnaby fyrir utan Vancouver í Canada í gær urðu fyrir því óhappi að grafa í sundur olíuleiðslu með þeim afleiðingum að olía sprautaðist yfir 180 metra svæði.

Olíugosbrunnurinn sem myndaðist náði 12 metra upp í loft og tók um 20 mínútur að stöðva lekann. Ekki er ljóst hversu mikil olía sprautaðist út en borgarstjóri Burnaby telur að um þúsundir lítra sé að ræða.

Leiðslan sem notuð er til að flytja hráolíu frá skipum í höfninni í Vancouver liggur undir íbúðarhverfi. Olían sprautaðist á nærliggjandi hús og bíla og urðu hlutir í nágrenninu kolsvartir. Rýma þurfti fimmtíu hús en engin slys urðu á fólki. Yfirvöld hafa þó áhyggjur af því að olían muni þrengja sér niður í grunnvatn og mikið magn olíu rann í átt til hafsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×