Erlent

Hæstu salerni í Evrópu

Mont Blanc hæsta fjall Vestur-Evrópu
Mont Blanc hæsta fjall Vestur-Evrópu MYND/AFP

Tveimur salernum hefur verið komið fyrir nálægt toppi Mont Blanc, að því er fram kemur á fréttavef Ananova, og eru þau hæstu salerni í Evrópu.

Meira en þrjátíu þúsund manns klífa Mont Blanc á hverju ári og að sögn Jean-Marc Peillex, bæjarstjóra í Chamonix í Frakklandi, var löngu orðið tímabært að koma salernunum fyrir. "Fallegi fjallstindurinn okkar var fullur af gulum og brúnum blettum," sagði Peillex.

Þyrla flaug með salernin tvö upp í 4,260 metra hæð en þyrlan verður einnig notuð þegar þarf að tæma salernin. Mont Blanc sem er 4.808 metrar á hæð er hæsta fjall í Vestur-Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×