Erlent

Írakar reyna að setja niður deilur sínar

Óli Tynes skrifar
Leiðtogar Íraka eru sagðir sammála um að þeir verði að ná sáttum.
Leiðtogar Íraka eru sagðir sammála um að þeir verði að ná sáttum.

Fimm helstu stjórnmálaleiðtogar Íraks munu setjast saman á fund í þessari viku til þess að reyna að binda enda á það pólitíska neyðarástand sem hefur lamað þjóðina í marga mánuði. Þar munu hittast leiðtogar kúrda og sjía og súnní múslima. Þeir munu meðal annars ræða um skiptingu á tekjum af olíuframleiðslu og um yfirráðasvæði hvers hóps fyrir sig.

Bandaríkjamenn hafa mjög þrýst á Íraka að setja ný lög og gera ráðstafanir til þess að stöðva það sem er nánast borgarastyrjöld í landinu. Íraskir embættismenn sögðu í dag að leiðtoganir fimm geri sér fulla grein fyrir ástandinu og að það geti ekki gengið lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×