Erlent

Libya heimtar hátt lausnargjald fyrir hjúkrunarfólk

Óli Tynes skrifar

Libya vill fá fullt stjórnmálasamband við ríki Evrópusambandsins í skiptum fyrir fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestinskan lækni sem hafa verið þar í fangelsi í átta ár. Þau eru sökuð um að hafa vísvitandi smitað yfir 400 libysk börn af eyðni og voru dæmd til dauða. Libyumenn krefjast einnig hárra skaðabóta og efnahagsaðstoðar.

Fjárkröfur Libyumanna nema hundruðum milljóna dollara sem þeir segja að eigi að fara sem skaðabætur til ættingja hinna sýktu barna. Aðildarríki Evrópusambandsins standa með Búlgörum í þessari deilu og neita að borga skaðabætur, þar sem það gæti litið út sem viðurkenning á sekt.

Sambandið telur heilbrigðisstarfsfólkið saklaust af ákærunum og hefur spurt hversvegna í ósköpunum það hefði átt að smita börnin vísvitandi. Óháðir vísindamenn sem könnuðu málið telja líklegt að börnin hafi sýktst áður en fólkið hóf störf á viðkomandi sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×