Hamilton meiddist lítillega í árekstrinum í dagAFP
Bretinn Lewis Hamilton er vongóður um að geta ekið fyrir McLaren í Þýskalandskappakstrinum á morgun þrátt fyrir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í dag eftir árekstur í tímatökunum. Forráðamenn McLaren liðsins taka í sama streng eftir að í ljós kom að meiðsli ökuþórsins voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.