Mars-jeppar í kröppum dansi Oddur S. Báruson skrifar 21. júlí 2007 14:33 MYND/Nasa Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa . Vísindi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa .
Vísindi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira