Viðskipti innlent

Dýrara að byggja

Vísitala byggingakostnaðar hækkaði um 0,3 prósent í júlí og stendur í 372 stigum, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,4 prósent.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5 prósent milli maí og júní. Hækkunina má alla rekja til verðhækkunar á sérbýliseignum sem hækkuðu um 3,7 prósent milli mánaða.

Verð í fjölbýli lækkaði um 0,6 prósent, þrátt fyrir mikinn fjölda þinglýstra kaupsamninga. Það sem af er ári hefur verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega 10 prósent samanborið við 5 prósent hækkun yfir allt árið í fyrra.

Verð í sérbýli hefur hækkað um 12,5 prósent frá áramótum sem er aðeins meira en 9,3 prósent hækkun í fjölbýli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×