Erlent

Brown og Sarkozy funduðu í morgun

MYND/AFP

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakka, hittust í morgun í fyrsta sinn síðan þeir tóku við embættum sínum. Á fréttamannafundi sem þeir héldu, sem var í beinni útsendingu hér á Vísi, ræddu þeir um loftslagsbreytingar og þróun mála í Afríku.

Leiðtogarnir tveir hafa ákveðið að hittast reglulega til að ræða þau mál sem efst eru á baugi í alþjóðamálum hverju sinni og samræma afstöðu sína.

Á fréttamannafundinum sögðu þeir líklegt að friðargæslulið Evrópusambandsins yrði sent til Darfúr-héraðs í Súdan. Það væri verkefni sem þyldi enga bið.

Einnig minntust þeir á málefni Mið-Austurlanda, en Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Breta, hóf í gær störf sem sérstakur sendiboði fjórveldanna í þeim málum.

Þá ítrekaði Sarkozy stuðning Frakka við framsalsbeiðni Breta varðandi Andrei Lugovoy. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×