Erlent

Rice segir að Kosovo verði sjálfstætt þrátt fyrir mótbárur Rússa

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AFP

Kosovo verður sjálfstætt á einn hátt eða annan þrátt fyrir andstöðu frá Rússum. Þetta fullyrti Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Bandaríkin eru að verða sífellt þreyttari á endurteknum neitunum Rússa á tillögum þeirra varðandi framtíðarskipulag mála í Kosovo. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fram fjölmargar tillögur og Rússar neitað þeim jafnharðan.

Rice sagði fréttamönnum að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefði sagt henni að sjálfstæði Kosovo væri honum afar hugleikið og eitthvað sem hann vonaðist til þess að fá fram. Rússar segja að ef Kosovo fái sjálfstæði muni lítil þjóðfélög innan ríkja hvarvetna um heiminn eigi eftir að krefjast þess að hljóta einnig sjálfstæði.

Rice mun funda með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á vettvangi fjórveldanna svokölluðu í Lissabon í Portúgal í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×