Viðskipti erlent

Baugur kaupir bandarísku fréttaveituna News Edge

Baugur Group og meðfjárfestar hafa keypt bandarísku fréttaveituna NewsEdge af kanadíska upplýsingafyrirtækinu The Thomson Corporation. Fyrirtækið sérhæfir sig í miðlun fjármálafrétta- og upplýsinga til stórfyrirtækja, banka og annarra fjármálastofnanna. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Í fréttatilkynningu frá Baugi segir að starfsemi NewsEdge verður sameinuð frétta- og tæknifyrirtækinu Acquire Media, sem er staðsett í New Jersey-fylki. Stefnt sé að því bæta verulega þjónustu við núverandi viðskiptavini NewsEdge og fyrirtækið muni varðveita starfsemi þess í Massachusetts-fylki og í London. Höfuðstöðvar nýja fyrirtækisins verða staðsettar í New Jersey.

Thomson keypti NewsEdge árið 2001 fyrir 43 milljónir dollara.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×