Erlent

Chirac yfirheyrður vegna spillingarmála

Jónas Haraldsson skrifar
Jacques Chirac, fyrrum forseti Frakklands.
Jacques Chirac, fyrrum forseti Frakklands. MYND/AFP

Jacques Chirac, fyrrum forseti Frakklands, var yfirheyrður af dómara í morgun vegna spillingarmála. Um þó nokkur mál sem tengjast upplognum störfum er að ræða. Talið er að atvikin hafi átt sér stað í borgarstjóratíð Chirac's en hann var borgarstjóri Parísar á níunda áratug síðustu aldar.

Chirac sagðist tilbúinn að vinna með rannsóknarmönnum í málinu. Hann hefur ávallt neitað því að hafa gert nokkuð misjafnt í borgarstjóratíð sinni. Chirac verður hugsanlega einnig yfirheyrður í tengslum við fjármögnum stjórnmálaflokks síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×