Erlent

Von í Darfur: Risastórt neðanjarðar stöðuvatn

Óli Tynes skrifar
Vatnsskortur hefur valdið hungursneyð og átökum í Darfur.
Vatnsskortur hefur valdið hungursneyð og átökum í Darfur.

Bandarískir jarðfræðingar hafa fundið risastórt neðanjarðar stöðuvatn í Darfur héraði í Súdan. Þessi fundur gæti orðið mikilvægt skref til friðar í héraðinu, þar sem vatnsskortur og hungursneyð er stór þáttur í átökunum. Þegar hefur náðst samkomulag um að grafa eittþúsund brunna á þessu svæði.

Jarðfræðingarnir notuðu ratsjár til þess að finna vatnið sem er yfir 30 þúsund ferkílómetrar að stærð. Það er álíka stórt og Erie vatn í Bandaríkjunum, sem er tíunda stærsta stöðuvatn í heiminum.

Yfir 200 þúsund íbúar Darfur hafa látið lífið og tvær milljónir flúið heimili sín í átökum sem hafa staðið síðan árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×