Erlent

Tré drukkna í Osló

Óli Tynes skrifar
Tré þola ekki vatn nema að vissu marki.
Tré þola ekki vatn nema að vissu marki.

Á meðan úrkoman í Reykjavík hefur aðeins verið sjö millimetrar frá miðjum júní, eru tré að drukkna í Osló vegna mikilla rigninga undanfarnar vikur. Tré eru einnig að falla þar vegna þess að jarðvegurinn er orðinn svo gljúpur að ræturnar hafa litla festu.

Talsmaður norsku skógræktarinnar segir að mikið tjón geti orðið af þessu, ef ekki styttir upp. Ketill  Kohmann segir í samtali við Dagsavisen að tré þoli vatn ekki nema að vissu marki. Ef þau standi lágt og verði umflotin vatni þá geti það leitt til þess að ræturnar drepist. Trén hreinlega drukkni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×