Erlent

Tæplega 42.000 skátar koma saman á alheimsmóti

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/Ármann Ingi Sigurðsson

Tæplega 42.000 skátar frá 159 þjóðlöndum munu sækja 21. alheimsmót skáta sem haldið verður í Hylands-Park í Englandi dagana 27. júlí til 8. ágúst. Frá Íslandi fara ríflega 440 íslenskir skátar og mun það vera stærsti hópur sem skátar á Íslandi hafa nokkru sinni sent á viðburð erlendis. Rúmlega 320 þessara þátttakenda eru unglingar á aldrinum 14-18 ára.

Þema mótsins að þessu sinni er „One World - One Promise". Mótið er ekki einungis hátíð til að fagna aldarafmæli skátahreyfingarinnar, heldur er hugmyndin sú að þáttakendur komi saman og sýni að jarðarbúar geti starfað saman í sátt og samlyndi þegar skátaheitið er haft að leiðarljósi. Alheimsmótið á að vera ákall ungs fólks hvaðanæva úr heiminum um að stuðla að friði.

Yfir 2.000 dagskrárliðir eru í boði á mótinu, t.d. þróunaraðstoð, heimasíðugerð, klettaklifur, þjóðdansar, fjallgöngur, rokktónleikar, kajakar og mannréttindafræðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×