Erlent

Beljuhlaupið í Pamplona?

Óli Tynes skrifar
Skjalda í staðinn fyrir Guttorm ?
Skjalda í staðinn fyrir Guttorm ?

Spænskar stúdínur segja að mikið kynjamisrétti felist í hinu árlega nautahlaupi í Pamplona. Þáttakendur þar séu nær eingöngu karlmenn. Þær krefjast þess að tekið verði upp sérstakt konuhlaup þar sem nautunum verður jafnframt skipt út fyrir kýr.

Nautahlaupið hefur löngum verið umdeilt en það hafa aðallega verið dýravinir sem hafa mótmælt því. Í ár mótmælti fólkið með því að hlaupa allsbert um götur bæjarins. Spænsku stúdínurnar hafa hinsvegar ekkert á móti hlaupinu sem slíku. Þær vilja bara fá eigin útgáfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×