Erlent

Sáttaráðstefnu frestað fram á fimmtudag

MYND/AFP

Umfangsmikilli sáttaráðstefnu sem fram átti að fara í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag hefur verið frestað fram á fimmtudag. Skipuleggjendur ákváðu að fresta henni þar sem enn vantaði marga fundarmenn.

Fleiri en eitt þúsund ættbálkahöfðingjar, fyrrum stríðsherrar og stjórnmálamenn víðs vegar frá Sómalíu munu taka þátt í ráðstefnunni. Henni er ætlað að veita núverandi stjórn það lögmæti sem hana sárlega vantar. Stjórnarandstaðan, íslamska dómstólaráðið, neitar þó að mæta vegna nærveru eþíópískra hersveita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×