Erlent

Norður-Kórea hefur lokað kjarnakljúfi sínum við Yongbyon

MYND/AP

Bandarísk yfirvöld skýrðu frá því nú rétt fyrir sex í kvöld að Norður-Kórea hefði lokað kjarnakljúfi sínum við Yongbyon í dag. Aðeins er beðið staðfestingar frá eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.

Lokunin er samkvæmt samkomulagi sem náðist í febrúar síðastliðnum. Í samræmi við það fékk Norður-Kórea sína fyrstu sendingu af olíu í dag. Bandarísk stjórnvöld fögnuðu fréttunum og sögðu að ef rétt reyndist væri þetta fyrsta skrefið í þá átt að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×