Rússar rifta samkomulagi við NATO um takmörkun á herafla í Evrópu Jónas Haraldsson skrifar 14. júlí 2007 09:43 Rússar hafa tímabundið sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Samkomulagið á að takmarka fjölda skriðdreka, þungavopna og herflugvéla í Evrópu. Rússar segja Evrópuþjóðir ekki vilja staðfesta nýja útgáfu þess, sem gerð var 1999, og tekur á breyttum öryggisaðstæðum í Evrópu eftir lok Kalda stríðsins. Viðræður við NATO í síðasta mánuði um málið skiluðu engum árangri.„Samkomulagið einn af hornsteinum öryggis Evrópu“Talsmaður NATO sagði samkomulagið vera einn af hornsteinum öryggis Evrópu. Eitt af helstu ágreiningsmálunum aðilanna tveggja er þráfylgni NATO varðandi hvar rússneskar hersveitir mega safnast saman.Samkomulagið meinar rússneska hernum að vera of nálægt landamærum ákveðinna ríkja og takmarkar þannig hreyfingar hersins á rússnesku landssvæði. Stjórnvöld í Moskvu vilja meina að þau þurfi að senda herdeildir að landamærum sínum vegna ótryggs ástands í sumum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.Kólnandi samskipti Austurs og VestursÁkvörðun Rússa á sér stað á sama tíma og samskiptum þeirra við Vesturlönd hefur hrakað verulega. Rússar eru ósáttir við útbreiðslu NATO til austurs og segja samtökin ógna áhrifasvæði sínu.Þá hafa Vesturlönd látið í ljós áhyggjur vegna þess hversu tilbúnir Rússar eru til þess að nota gasbirgðir sínar í pólitískum tilgangi.Einnig hefur mál Alexanders Litvinenko, njósnarans sem var myrtur í Bretlandi á síðasta ári, orðið til þess að samskipti Rússa við Breta hafa kólnað verulega.Þá hafa deilur Rússa og Bandaríkjamanna um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu ekki bætt ástandið. Erlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Rússar hafa tímabundið sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Samkomulagið á að takmarka fjölda skriðdreka, þungavopna og herflugvéla í Evrópu. Rússar segja Evrópuþjóðir ekki vilja staðfesta nýja útgáfu þess, sem gerð var 1999, og tekur á breyttum öryggisaðstæðum í Evrópu eftir lok Kalda stríðsins. Viðræður við NATO í síðasta mánuði um málið skiluðu engum árangri.„Samkomulagið einn af hornsteinum öryggis Evrópu“Talsmaður NATO sagði samkomulagið vera einn af hornsteinum öryggis Evrópu. Eitt af helstu ágreiningsmálunum aðilanna tveggja er þráfylgni NATO varðandi hvar rússneskar hersveitir mega safnast saman.Samkomulagið meinar rússneska hernum að vera of nálægt landamærum ákveðinna ríkja og takmarkar þannig hreyfingar hersins á rússnesku landssvæði. Stjórnvöld í Moskvu vilja meina að þau þurfi að senda herdeildir að landamærum sínum vegna ótryggs ástands í sumum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.Kólnandi samskipti Austurs og VestursÁkvörðun Rússa á sér stað á sama tíma og samskiptum þeirra við Vesturlönd hefur hrakað verulega. Rússar eru ósáttir við útbreiðslu NATO til austurs og segja samtökin ógna áhrifasvæði sínu.Þá hafa Vesturlönd látið í ljós áhyggjur vegna þess hversu tilbúnir Rússar eru til þess að nota gasbirgðir sínar í pólitískum tilgangi.Einnig hefur mál Alexanders Litvinenko, njósnarans sem var myrtur í Bretlandi á síðasta ári, orðið til þess að samskipti Rússa við Breta hafa kólnað verulega.Þá hafa deilur Rússa og Bandaríkjamanna um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu ekki bætt ástandið.
Erlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira