Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus Jónas Haraldsson skrifar 12. júlí 2007 13:46 George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis. Erlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis.
Erlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira