Ekki vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 11. júlí 2007 18:30 Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira