Erlent

Féll í 14 metra djúpa holu

18 ára drengur er talinn hafa látið lífið í Mexíkóborg í gær þegar risastór hola opnaðist í götunni sem hann var í og gleypti hann, bíl á götunni og framhlið á húsi. Holan er 14 metra djúp og um 15 metrar að þvermáli.

Sprungur frá holunni ná allt að 500 metra í burtu. Björgunarsveitarmenn eru að leita að líki drengsins en þeim tókst að ná bílnum upp úr holunni í nótt.

Embættismenn segja að jarðskjálftar, miklar rigningar og of mikil sókn í vatn undir borginni verði til þess að holurnar myndist. Mexíkóborg fær um tvo þriðju af vatni sínu úr brunnum víðs vegar um borgina. Talið er að borgin sökkvi árlega um sjö til tíu sentimetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×