Skyggnst inn í árdaga alheimsins Oddur S. Báruson skrifar 10. júlí 2007 18:24 MYND/drudgereport Bandarískir stjörnufræðingar segjast hafa fundið fjarlægustu og elstu stjörnuþokur sem þekktar eru. Telja þeir að stjörnuþokur þessar hafi myndast 500 miljón árum eftir Miklahvell, þegar alheimurinn varð til. Elstu áðurþekktu stjörnuþokurnar eru taldar vera 250 miljónum árum yngri. Aldur alheimsins er umdeildur en 13,7 milljarðir ára eru títtnefndir í þeirri umræðu. Ef allt saman reynist rétt mynduðust hinar nýfundnu stjörnuþokur þegar alheimur hafði náð fjórum hundraðshlutum af sínum núverandi aldri. Það var í gegnum Keck II sjónaukann á Hawaii sem stjörnufræðingarnir komu auga á óþekkta ljósglætu, sem þeir segja að komi frá umræddum stjörnuþokum. Vegna hinnar hrikalegu fjarlægðar hefur ljósglætan frá stjörnuþokunum verið ansi lengi á leið sinni til til jarðar. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðingateymisins er ljósglætan af meintum stjörnuþokum meira en 13 milljarða ára gömul. Málið er kunngjört ítarlega í tímaritinu The Astrophysical Journal. Þá hefur fulltrúi viðkomandi vísindamanna, Richard Ellis, talað fyrir uppgötvun þeirra á stjörnufræðiþingi í London. Í viðtali við BBC segir hann að vitað hafi verið af þokunum í rúmt ár. Hann segir hóp sinn hafa sannreynt niðurstöður sínar margsinnis. „Við erum viss um að við höfum gert allt sem í mannlegu valdi stendur til sýna fólki að stjörnuþokurnar eru í þeirri fjarlægð sem við teljum" segir Richard. Þess má geta að vegna fjarlægðar stjörnuþokanna og þess tíma sem það hefur tekið ljósið frá þeim að berast til jarðar er ómögulegt að álykta hvað sé orðið af þokunum nú. Einungis er verið að fylgjast með fortíð þeirra á árdögum alheimsins. „Við erum raunverulega að fylgjast með uppruna okkar", segir Richard Ellis og bætir við: „Það mjög spennandi að geta notað þessa tæki til að fylgjast með alheiminum á hans yngri árum." Sumir hafa ályktað að þessi fyrirbæri hafi verið meðal þess sem lýsti upp alheiminn og þannig bundið enda á svokallaðar Myrkraaldir við upphaf hans. Með tilurð þeirra hafi alheimurinn fyrst orðið gegnsær. „Verði ljós", eins og einhver sagði..! Keck stjörnuathugunarstöðin á Hawaii . Vísindi Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Bandarískir stjörnufræðingar segjast hafa fundið fjarlægustu og elstu stjörnuþokur sem þekktar eru. Telja þeir að stjörnuþokur þessar hafi myndast 500 miljón árum eftir Miklahvell, þegar alheimurinn varð til. Elstu áðurþekktu stjörnuþokurnar eru taldar vera 250 miljónum árum yngri. Aldur alheimsins er umdeildur en 13,7 milljarðir ára eru títtnefndir í þeirri umræðu. Ef allt saman reynist rétt mynduðust hinar nýfundnu stjörnuþokur þegar alheimur hafði náð fjórum hundraðshlutum af sínum núverandi aldri. Það var í gegnum Keck II sjónaukann á Hawaii sem stjörnufræðingarnir komu auga á óþekkta ljósglætu, sem þeir segja að komi frá umræddum stjörnuþokum. Vegna hinnar hrikalegu fjarlægðar hefur ljósglætan frá stjörnuþokunum verið ansi lengi á leið sinni til til jarðar. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðingateymisins er ljósglætan af meintum stjörnuþokum meira en 13 milljarða ára gömul. Málið er kunngjört ítarlega í tímaritinu The Astrophysical Journal. Þá hefur fulltrúi viðkomandi vísindamanna, Richard Ellis, talað fyrir uppgötvun þeirra á stjörnufræðiþingi í London. Í viðtali við BBC segir hann að vitað hafi verið af þokunum í rúmt ár. Hann segir hóp sinn hafa sannreynt niðurstöður sínar margsinnis. „Við erum viss um að við höfum gert allt sem í mannlegu valdi stendur til sýna fólki að stjörnuþokurnar eru í þeirri fjarlægð sem við teljum" segir Richard. Þess má geta að vegna fjarlægðar stjörnuþokanna og þess tíma sem það hefur tekið ljósið frá þeim að berast til jarðar er ómögulegt að álykta hvað sé orðið af þokunum nú. Einungis er verið að fylgjast með fortíð þeirra á árdögum alheimsins. „Við erum raunverulega að fylgjast með uppruna okkar", segir Richard Ellis og bætir við: „Það mjög spennandi að geta notað þessa tæki til að fylgjast með alheiminum á hans yngri árum." Sumir hafa ályktað að þessi fyrirbæri hafi verið meðal þess sem lýsti upp alheiminn og þannig bundið enda á svokallaðar Myrkraaldir við upphaf hans. Með tilurð þeirra hafi alheimurinn fyrst orðið gegnsær. „Verði ljós", eins og einhver sagði..! Keck stjörnuathugunarstöðin á Hawaii .
Vísindi Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira