Skyggnst inn í árdaga alheimsins Oddur S. Báruson skrifar 10. júlí 2007 18:24 MYND/drudgereport Bandarískir stjörnufræðingar segjast hafa fundið fjarlægustu og elstu stjörnuþokur sem þekktar eru. Telja þeir að stjörnuþokur þessar hafi myndast 500 miljón árum eftir Miklahvell, þegar alheimurinn varð til. Elstu áðurþekktu stjörnuþokurnar eru taldar vera 250 miljónum árum yngri. Aldur alheimsins er umdeildur en 13,7 milljarðir ára eru títtnefndir í þeirri umræðu. Ef allt saman reynist rétt mynduðust hinar nýfundnu stjörnuþokur þegar alheimur hafði náð fjórum hundraðshlutum af sínum núverandi aldri. Það var í gegnum Keck II sjónaukann á Hawaii sem stjörnufræðingarnir komu auga á óþekkta ljósglætu, sem þeir segja að komi frá umræddum stjörnuþokum. Vegna hinnar hrikalegu fjarlægðar hefur ljósglætan frá stjörnuþokunum verið ansi lengi á leið sinni til til jarðar. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðingateymisins er ljósglætan af meintum stjörnuþokum meira en 13 milljarða ára gömul. Málið er kunngjört ítarlega í tímaritinu The Astrophysical Journal. Þá hefur fulltrúi viðkomandi vísindamanna, Richard Ellis, talað fyrir uppgötvun þeirra á stjörnufræðiþingi í London. Í viðtali við BBC segir hann að vitað hafi verið af þokunum í rúmt ár. Hann segir hóp sinn hafa sannreynt niðurstöður sínar margsinnis. „Við erum viss um að við höfum gert allt sem í mannlegu valdi stendur til sýna fólki að stjörnuþokurnar eru í þeirri fjarlægð sem við teljum" segir Richard. Þess má geta að vegna fjarlægðar stjörnuþokanna og þess tíma sem það hefur tekið ljósið frá þeim að berast til jarðar er ómögulegt að álykta hvað sé orðið af þokunum nú. Einungis er verið að fylgjast með fortíð þeirra á árdögum alheimsins. „Við erum raunverulega að fylgjast með uppruna okkar", segir Richard Ellis og bætir við: „Það mjög spennandi að geta notað þessa tæki til að fylgjast með alheiminum á hans yngri árum." Sumir hafa ályktað að þessi fyrirbæri hafi verið meðal þess sem lýsti upp alheiminn og þannig bundið enda á svokallaðar Myrkraaldir við upphaf hans. Með tilurð þeirra hafi alheimurinn fyrst orðið gegnsær. „Verði ljós", eins og einhver sagði..! Keck stjörnuathugunarstöðin á Hawaii . Vísindi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Bandarískir stjörnufræðingar segjast hafa fundið fjarlægustu og elstu stjörnuþokur sem þekktar eru. Telja þeir að stjörnuþokur þessar hafi myndast 500 miljón árum eftir Miklahvell, þegar alheimurinn varð til. Elstu áðurþekktu stjörnuþokurnar eru taldar vera 250 miljónum árum yngri. Aldur alheimsins er umdeildur en 13,7 milljarðir ára eru títtnefndir í þeirri umræðu. Ef allt saman reynist rétt mynduðust hinar nýfundnu stjörnuþokur þegar alheimur hafði náð fjórum hundraðshlutum af sínum núverandi aldri. Það var í gegnum Keck II sjónaukann á Hawaii sem stjörnufræðingarnir komu auga á óþekkta ljósglætu, sem þeir segja að komi frá umræddum stjörnuþokum. Vegna hinnar hrikalegu fjarlægðar hefur ljósglætan frá stjörnuþokunum verið ansi lengi á leið sinni til til jarðar. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðingateymisins er ljósglætan af meintum stjörnuþokum meira en 13 milljarða ára gömul. Málið er kunngjört ítarlega í tímaritinu The Astrophysical Journal. Þá hefur fulltrúi viðkomandi vísindamanna, Richard Ellis, talað fyrir uppgötvun þeirra á stjörnufræðiþingi í London. Í viðtali við BBC segir hann að vitað hafi verið af þokunum í rúmt ár. Hann segir hóp sinn hafa sannreynt niðurstöður sínar margsinnis. „Við erum viss um að við höfum gert allt sem í mannlegu valdi stendur til sýna fólki að stjörnuþokurnar eru í þeirri fjarlægð sem við teljum" segir Richard. Þess má geta að vegna fjarlægðar stjörnuþokanna og þess tíma sem það hefur tekið ljósið frá þeim að berast til jarðar er ómögulegt að álykta hvað sé orðið af þokunum nú. Einungis er verið að fylgjast með fortíð þeirra á árdögum alheimsins. „Við erum raunverulega að fylgjast með uppruna okkar", segir Richard Ellis og bætir við: „Það mjög spennandi að geta notað þessa tæki til að fylgjast með alheiminum á hans yngri árum." Sumir hafa ályktað að þessi fyrirbæri hafi verið meðal þess sem lýsti upp alheiminn og þannig bundið enda á svokallaðar Myrkraaldir við upphaf hans. Með tilurð þeirra hafi alheimurinn fyrst orðið gegnsær. „Verði ljós", eins og einhver sagði..! Keck stjörnuathugunarstöðin á Hawaii .
Vísindi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira