Skyggnst inn í árdaga alheimsins Oddur S. Báruson skrifar 10. júlí 2007 18:24 MYND/drudgereport Bandarískir stjörnufræðingar segjast hafa fundið fjarlægustu og elstu stjörnuþokur sem þekktar eru. Telja þeir að stjörnuþokur þessar hafi myndast 500 miljón árum eftir Miklahvell, þegar alheimurinn varð til. Elstu áðurþekktu stjörnuþokurnar eru taldar vera 250 miljónum árum yngri. Aldur alheimsins er umdeildur en 13,7 milljarðir ára eru títtnefndir í þeirri umræðu. Ef allt saman reynist rétt mynduðust hinar nýfundnu stjörnuþokur þegar alheimur hafði náð fjórum hundraðshlutum af sínum núverandi aldri. Það var í gegnum Keck II sjónaukann á Hawaii sem stjörnufræðingarnir komu auga á óþekkta ljósglætu, sem þeir segja að komi frá umræddum stjörnuþokum. Vegna hinnar hrikalegu fjarlægðar hefur ljósglætan frá stjörnuþokunum verið ansi lengi á leið sinni til til jarðar. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðingateymisins er ljósglætan af meintum stjörnuþokum meira en 13 milljarða ára gömul. Málið er kunngjört ítarlega í tímaritinu The Astrophysical Journal. Þá hefur fulltrúi viðkomandi vísindamanna, Richard Ellis, talað fyrir uppgötvun þeirra á stjörnufræðiþingi í London. Í viðtali við BBC segir hann að vitað hafi verið af þokunum í rúmt ár. Hann segir hóp sinn hafa sannreynt niðurstöður sínar margsinnis. „Við erum viss um að við höfum gert allt sem í mannlegu valdi stendur til sýna fólki að stjörnuþokurnar eru í þeirri fjarlægð sem við teljum" segir Richard. Þess má geta að vegna fjarlægðar stjörnuþokanna og þess tíma sem það hefur tekið ljósið frá þeim að berast til jarðar er ómögulegt að álykta hvað sé orðið af þokunum nú. Einungis er verið að fylgjast með fortíð þeirra á árdögum alheimsins. „Við erum raunverulega að fylgjast með uppruna okkar", segir Richard Ellis og bætir við: „Það mjög spennandi að geta notað þessa tæki til að fylgjast með alheiminum á hans yngri árum." Sumir hafa ályktað að þessi fyrirbæri hafi verið meðal þess sem lýsti upp alheiminn og þannig bundið enda á svokallaðar Myrkraaldir við upphaf hans. Með tilurð þeirra hafi alheimurinn fyrst orðið gegnsær. „Verði ljós", eins og einhver sagði..! Keck stjörnuathugunarstöðin á Hawaii . Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandarískir stjörnufræðingar segjast hafa fundið fjarlægustu og elstu stjörnuþokur sem þekktar eru. Telja þeir að stjörnuþokur þessar hafi myndast 500 miljón árum eftir Miklahvell, þegar alheimurinn varð til. Elstu áðurþekktu stjörnuþokurnar eru taldar vera 250 miljónum árum yngri. Aldur alheimsins er umdeildur en 13,7 milljarðir ára eru títtnefndir í þeirri umræðu. Ef allt saman reynist rétt mynduðust hinar nýfundnu stjörnuþokur þegar alheimur hafði náð fjórum hundraðshlutum af sínum núverandi aldri. Það var í gegnum Keck II sjónaukann á Hawaii sem stjörnufræðingarnir komu auga á óþekkta ljósglætu, sem þeir segja að komi frá umræddum stjörnuþokum. Vegna hinnar hrikalegu fjarlægðar hefur ljósglætan frá stjörnuþokunum verið ansi lengi á leið sinni til til jarðar. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðingateymisins er ljósglætan af meintum stjörnuþokum meira en 13 milljarða ára gömul. Málið er kunngjört ítarlega í tímaritinu The Astrophysical Journal. Þá hefur fulltrúi viðkomandi vísindamanna, Richard Ellis, talað fyrir uppgötvun þeirra á stjörnufræðiþingi í London. Í viðtali við BBC segir hann að vitað hafi verið af þokunum í rúmt ár. Hann segir hóp sinn hafa sannreynt niðurstöður sínar margsinnis. „Við erum viss um að við höfum gert allt sem í mannlegu valdi stendur til sýna fólki að stjörnuþokurnar eru í þeirri fjarlægð sem við teljum" segir Richard. Þess má geta að vegna fjarlægðar stjörnuþokanna og þess tíma sem það hefur tekið ljósið frá þeim að berast til jarðar er ómögulegt að álykta hvað sé orðið af þokunum nú. Einungis er verið að fylgjast með fortíð þeirra á árdögum alheimsins. „Við erum raunverulega að fylgjast með uppruna okkar", segir Richard Ellis og bætir við: „Það mjög spennandi að geta notað þessa tæki til að fylgjast með alheiminum á hans yngri árum." Sumir hafa ályktað að þessi fyrirbæri hafi verið meðal þess sem lýsti upp alheiminn og þannig bundið enda á svokallaðar Myrkraaldir við upphaf hans. Með tilurð þeirra hafi alheimurinn fyrst orðið gegnsær. „Verði ljós", eins og einhver sagði..! Keck stjörnuathugunarstöðin á Hawaii .
Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira