Erlent

Þúsundir fluttar á brott vegna goshættu

Þúsundir Indónesa hafa þurft að flýja heimili sín vegna goshættu í eldfjallinu Mount Gamkonora. Fjallið spýr þegar út ösku og eldi allt upp í fjögur þúsund metra hæð.

Alls 8.400 þorpsbúar hafa verið fluttir í sérstakar búðir sökum goshættu. Vísindamenn vara hins vegar við því að ef eldgosið verður stórt gæti hraunflæðið náð til búðanna.



Það var í gær sem að virkni í fjallinu jókst til muna. Viðbúnaðarstig í nágrenninu var þá aukið verulega. Minni aska og reykur er í dag en var í gær en engu að síður eru taldar líkur á stóru gosi.

Fjallið Gamkonora er hæsti tindur eyjunnar Hamahera í Maluku eyjaklasanum, um 2.400 kílómetra austur af höfuðborginni Jakarta.

Smellið hér til þess að sjá myndir af eldfjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×