Erlent

Evrópubandalagið skipar Póllandi að hætta þorskveiðum í austurhluta Eystrasalts

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Evrópubandalagið bannaði í dag Pólverjum að stunda togveiðar á þorski í austurhluta Eystrasalts. Pólland hafði misreiknað aflaheimildir sínar og veitt umfram því sem leyfilegt er.

Mikið ósamræmi er í þeim tölum sem að pólsk yfirvöld hafa sent til Brüssel og þeim sem rannsóknarmenn Evrópubandalagsins hafa undir sínum höndum. Rannsóknarmennirnir segja Pólverja vera búna að veiða upp sinn kvóta á þessu svæði.

Auk Póllands hafa Litháen, Svíþjóð og Þýskaland hlotið viðvaranir vegna veiða sinna á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×