Nýliðarnir ryðgaðir í byrjun 7. júlí 2007 13:30 Kevin Durant náði sér ekki á strik í fyrsta NBA leiknum sínum frekar en félagi hans Greg Oden NordicPhotos/GettyImages Nýliðarnir Greg Oden hjá Portland og Kevin Durant hjá Seattle voru boðnir velkomnir í NBA deildina á dögunum þegar þeir spiluðu sína fyrstu leiki í sumardeildinni. Oden og Durant voru valdir númer 1 og 2 í nýliðavalinu um daginn og eru miklar vonir bundnar við þá á næstu árum. Báðir fengu þeir fljótt að kynnast því að lífið í NBA er allt annað en háskólaboltinn þegar þeir léku með liðum sínum fyrir helgina. Oden var valinn númer eitt af Portland á dögunum en hann átti óeftirminnilega frumraun þegar lið hans tapaði 74-66 fyrir Boston í Las Vegas. Oden fékk 10 villur, tapaði fjórum boltum og skoraði aðeins 6 stig. Menn mega fá 10 villur áður en þeir eru sendir af velli í sumardeildinni, en Oden setti tóninn með því að fá þrjár villur á fyrstu þremur mínútunum í leiknum. "Ég spilaði ekki of vel. Ég spilaði ekki af nógu miklum krafti og ef menn gerra það ekki - vinna menn ekki leiki," sagði Oden og bætti við að dómgæslan væri eitthvað sem hann þyrfti klárlega að venjast í NBA deildinni. Ekki gekk Kevin Durant hjá Seattle mikil betur í frumraun sinni með liðinu þegar það tapaði 77-66 fyrir Dallas Mavericks. Durant klikkaði á fyrstu fimm skotum sínum utan af velli en skoraði reyndar 18 stig. Megnið af þeim kom reyndar af vítalínunni því hann hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum í leiknum. Hann hirti aðeins eitt frákast og gaf enga stoðsendingu. "Það var gott að komast í keppni á ný. Ég var stressaður fyrir leikinn, en ég var það fyrir alla leiki í háskóla hvort sem var. Maður getur nú ekki hitt úr öllum skotum," sagði nýliðinn. Seattle og Portland mætast síðar í þessum mánuði í sumardeildinni og bíða margir spenntir eftir að sjá hvernig þeim Oden og Durant á eftir að ganga gegn hvor öðrum, en þeir verða líklega bornir saman það sem eftir er ferilsins eftir að Seattle og Portland gerðu upp á milli þeirra í nýliðavalinu árið 2007. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Nýliðarnir Greg Oden hjá Portland og Kevin Durant hjá Seattle voru boðnir velkomnir í NBA deildina á dögunum þegar þeir spiluðu sína fyrstu leiki í sumardeildinni. Oden og Durant voru valdir númer 1 og 2 í nýliðavalinu um daginn og eru miklar vonir bundnar við þá á næstu árum. Báðir fengu þeir fljótt að kynnast því að lífið í NBA er allt annað en háskólaboltinn þegar þeir léku með liðum sínum fyrir helgina. Oden var valinn númer eitt af Portland á dögunum en hann átti óeftirminnilega frumraun þegar lið hans tapaði 74-66 fyrir Boston í Las Vegas. Oden fékk 10 villur, tapaði fjórum boltum og skoraði aðeins 6 stig. Menn mega fá 10 villur áður en þeir eru sendir af velli í sumardeildinni, en Oden setti tóninn með því að fá þrjár villur á fyrstu þremur mínútunum í leiknum. "Ég spilaði ekki of vel. Ég spilaði ekki af nógu miklum krafti og ef menn gerra það ekki - vinna menn ekki leiki," sagði Oden og bætti við að dómgæslan væri eitthvað sem hann þyrfti klárlega að venjast í NBA deildinni. Ekki gekk Kevin Durant hjá Seattle mikil betur í frumraun sinni með liðinu þegar það tapaði 77-66 fyrir Dallas Mavericks. Durant klikkaði á fyrstu fimm skotum sínum utan af velli en skoraði reyndar 18 stig. Megnið af þeim kom reyndar af vítalínunni því hann hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum í leiknum. Hann hirti aðeins eitt frákast og gaf enga stoðsendingu. "Það var gott að komast í keppni á ný. Ég var stressaður fyrir leikinn, en ég var það fyrir alla leiki í háskóla hvort sem var. Maður getur nú ekki hitt úr öllum skotum," sagði nýliðinn. Seattle og Portland mætast síðar í þessum mánuði í sumardeildinni og bíða margir spenntir eftir að sjá hvernig þeim Oden og Durant á eftir að ganga gegn hvor öðrum, en þeir verða líklega bornir saman það sem eftir er ferilsins eftir að Seattle og Portland gerðu upp á milli þeirra í nýliðavalinu árið 2007.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira