Innlent

36 á Grensás eftir umferðarslys

Þrjátíu og sex manneskjur þurftu endurhæfingu á Grensás á síðasta ári eftir alvarleg umferðarslys. Sumir þeirra voru margbrotnir, heilaskaddaðir og aðrir lamaðir.

Þetta voru 26 karlmenn og meðalaldur þeirra var 43 ár. Obbinn af þeim var þó undir fertugu. Tíu konur þurftu endurhæfingu vegna umferðarslysa og meðalaldur þeirra var mun lægri eða 36 ár. Fimmtungurinn af þessu fólki var að koma til eftirlits eða framhaldsmeðferðar vegna eldri umferðarslysa en flestir komu í beinu framhaldi af nýlegu slysi.

Þegar slys verða á ofsahraða er ótal margt sem getur skaddast, segir Gísli.

Mænu og höfuðskaðar eru alvarlegustu slysin. Þeir sem lamast fyrir neðan mitti eru að meðaltali í fjóra til sjö mánuði á Grensás en ef lömunin nær líka til handa þurfa þeir að liggja inni í allt að tólf mánuði. En þá er auðvitað ekki sagan öll því þeir sem skaddast illa, segir Gísli, sitja uppi með mikil vandamál jafnvel það sem eftir lifir ævi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×