Erlent

Sjö farast í kolanámu í Rússlandi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í metansprengingu í kolanámu í Rússlandi í gær. Kolanáman er í eigu stálsmiðjunni Severstal í Vorkuta. Þriggja manna er enn saknað og er þeirra leitað.

Alls voru 277 menn í námunni þegar hún sprakk en 263 var bjargað upp á yfirborðið. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús og einn þeirra er alvarlega slasaður. Metansprengingar í tveimur kolanámum í Síberíu fyrr á árinu banaði samtals 149 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×