Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir njósnir

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Egypskur kjarneðlisfræðingur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Maðurinn, Mohamed Sayed Saber Ali, var dæmdur fyrir að afhenda Ísraelum skjöl sem hann rændi úr egypskri kjarnorkustöð þar sem hann vann. Hann fékk rúmar milljón krónur fyrir vikið. Ali neitaði sakargiftum.

Einnig voru tveir félagar Ali dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sinn hlut að málinu. Í Egyptalandi sitja lífstíðarfangar oftast ekki inni lengur en í 25 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×