Valsmenn voru sjálfum sér verstir 24. júní 2007 08:00 Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli strax á fimmtu mínútu leiksins er gestirnir komust yfir. Rene Carlsen gaf Írunum hornspyrnu að óþörfu og úr henni kom markið. Boltinn kom inn á teig og hætti Kjartan Sturluson markvörður sér út í langt úthlaup og kýldi boltann fram. Boltinn barst þá á miðjumanninn Colin O'Brien sem lét vaða að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Vals áður en hann hafnaði í netinu. Kjartan var ekki búinn að ná sinni stöðu aftur við marklínuna. Á 33. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Valsmenn fengu horn og úr því náði Dennis Bo Mortensen að skalla að marki og var boltinn á leiðinni inn. Helgi Sigurðsson tók hins vegar boltann og stýrði honum yfir markið. Þetta var fyrsta marktilraun Valsmanna í leiknum og argasta synd að nýta hana ekki betur. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu en þó verður að segjast að Írarnir vörðust vel. Greinilegt var að leikmenn Vals fengu vænt tiltal í hálfleik því þeir komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik. En það fjaraði fljótlega undan því og aftur gerði vör við sig þessi sama stöðubarátta og var í fyrri hálfleik. Á 65. mínútu komust leikmenn Cork City í sókn. Barry Smith braut af sér á hættulegum stað og Írum var dæmd aukaspyrna. Liam Kearney tók spyrnuna og stefndi boltinn á markið. Kjartan var hins vegar vel staðsettur og virtist engin hætta á ferð. En hann gerði þau skelfilegu mistök að slá boltann í eigið mark. Það er óvenjulegt í hæsta máta að sjá markvörð eins og Kjartan gera tvenn svo skelfileg mistök í einum og sama leiknum. Þar með komu Írarnir sér í afar þægilega stöðu og ljóst að róðurinn verður þungur á Írlandi þar sem Cork City er yfirleitt mjög erfitt heim að sækja. Möguleikar Vals á að komast áfram í næstu umferð verða að teljast litlir sem engir. Fáir leikmenn Vals áttu góðan leik í gær. Þeim gekk afar illa að byggja upp hættulegar sóknir og varnarleikurinn var á köflum ekki góður. Írarnir voru þó ekki það góðir að lið eins og Valur á hæglega að geta unnið þá, sérstaklega á heimavelli. eirikur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli strax á fimmtu mínútu leiksins er gestirnir komust yfir. Rene Carlsen gaf Írunum hornspyrnu að óþörfu og úr henni kom markið. Boltinn kom inn á teig og hætti Kjartan Sturluson markvörður sér út í langt úthlaup og kýldi boltann fram. Boltinn barst þá á miðjumanninn Colin O'Brien sem lét vaða að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Vals áður en hann hafnaði í netinu. Kjartan var ekki búinn að ná sinni stöðu aftur við marklínuna. Á 33. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Valsmenn fengu horn og úr því náði Dennis Bo Mortensen að skalla að marki og var boltinn á leiðinni inn. Helgi Sigurðsson tók hins vegar boltann og stýrði honum yfir markið. Þetta var fyrsta marktilraun Valsmanna í leiknum og argasta synd að nýta hana ekki betur. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu en þó verður að segjast að Írarnir vörðust vel. Greinilegt var að leikmenn Vals fengu vænt tiltal í hálfleik því þeir komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik. En það fjaraði fljótlega undan því og aftur gerði vör við sig þessi sama stöðubarátta og var í fyrri hálfleik. Á 65. mínútu komust leikmenn Cork City í sókn. Barry Smith braut af sér á hættulegum stað og Írum var dæmd aukaspyrna. Liam Kearney tók spyrnuna og stefndi boltinn á markið. Kjartan var hins vegar vel staðsettur og virtist engin hætta á ferð. En hann gerði þau skelfilegu mistök að slá boltann í eigið mark. Það er óvenjulegt í hæsta máta að sjá markvörð eins og Kjartan gera tvenn svo skelfileg mistök í einum og sama leiknum. Þar með komu Írarnir sér í afar þægilega stöðu og ljóst að róðurinn verður þungur á Írlandi þar sem Cork City er yfirleitt mjög erfitt heim að sækja. Möguleikar Vals á að komast áfram í næstu umferð verða að teljast litlir sem engir. Fáir leikmenn Vals áttu góðan leik í gær. Þeim gekk afar illa að byggja upp hættulegar sóknir og varnarleikurinn var á köflum ekki góður. Írarnir voru þó ekki það góðir að lið eins og Valur á hæglega að geta unnið þá, sérstaklega á heimavelli. eirikur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira