Garnett sagði nei við Boston Celtics 22. júní 2007 00:58 Kevin Garnett hefur leikið með Minnesota í 12 ár og er löngu kominn á endastöð með liðinu. Hann er nú orðaður stíft við Phoenix Suns NordicPhotos/GettyImages ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira
ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira