Garnett sagði nei við Boston Celtics 22. júní 2007 00:58 Kevin Garnett hefur leikið með Minnesota í 12 ár og er löngu kominn á endastöð með liðinu. Hann er nú orðaður stíft við Phoenix Suns NordicPhotos/GettyImages ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira