Erlent

Bush vill að Blair gerist erindreki

NordicPhotos/gettyImages

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur talað við Tony Blair um að Blair gerist erindreki í Mið-Austurlöndunum þegar hann lætur af embætti sem forsætisráðherra Bretlands þann 27. júní næstkomandi. Talsmaður forsetans segir að Bush og Conloeezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefðu borið erindið undir Blair í eigin persónu.

Talsmaður Blair segir að „miklar vangaveltur séu um hvað Blair muni gera eftir að hann lætur af embætti og þær séu flestar ónákvæmar."

Bush er sagður vilja að Blair gerist erindreki fyrir Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu Þjóðirnar og Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×