Jackson á ekki von á að Bryant fari frá Lakers 19. júní 2007 10:52 Phil Jackson á ekki von á því að Bryant fari frá félaginu í sumar, en það er sannarlega ekki auðvelt að skipta burtu manni sem fær 90 milljónir í laun á næstu fjórum árum NordicPhotos/GettyImages Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust. "Hann virðist vera búinn að taka ákvörðun sem hann vill ekki breyta - ákvörðun sem ég hef lagst harðlega gegn - og heldur því fram að hann hafi ástæður til að fara frá félaginu. Ég hinsvegar alveg sannfærður um að hann verður leikmaður LA Lakers þegar æfingabúðirnar hefjast í október," sagði Jackson í samtali við LA Times. Bryant átti fund með eiganda félagsins í Barcelona á Spáni á föstudaginn og þar er hann sagður hafa ítrekað ósk sína um að fá að vera skipt frá félaginu. Talsmenn LA Lakers vísa þessum fregnum á bug og hefur eigandinn Jerry Buss þegar sent ársmiðahöfum bréf þar sem hann ítrekar að félagið muni gera allt sem það getur til að byggja upp sterkt lið í kring um Bryant. "Liðið hefur verið í úrslitakeppninni í 26 af síðustu 28 árum og við viljum öll meira," sagði Buss. Kobe Bryant hefur verið einn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár og er enn ekki orðinn 29 ára gamall. Hann á fjögur ár og 88,6 milljónir dollara eftir af sjö ára og 136 milljón dollara samningi sínum við Lakers sem hann undirritaði árið 2004. Hann hefur verið stigakóngur deildarinnar síðustu tvö ár og er nífaldur stjörnuleikmaður. Eins og til að skvetta olíu á eldinn greindi New York Times svo frá því í dag að myndband með Kobe Bryant væri nú við það að fara í loftið á netinu þar sem Bryant tjáði sig á miður fallegan hátt um leikmenn og stjórn LA Lakers. Þar á hann m.a. að segja skoðun sína á því þegar félagið gugnaði á því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd fyrir lokun leikmannagluggans í vetur þar sem liðið vildi ekki láta hinn unga Andrew Bynum í skiptunum. "Við erum að tala um Jason Kidd!" á Bryant að hafa sagt gáttaður og blótað eigandanum Mitch Kupchack. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust. "Hann virðist vera búinn að taka ákvörðun sem hann vill ekki breyta - ákvörðun sem ég hef lagst harðlega gegn - og heldur því fram að hann hafi ástæður til að fara frá félaginu. Ég hinsvegar alveg sannfærður um að hann verður leikmaður LA Lakers þegar æfingabúðirnar hefjast í október," sagði Jackson í samtali við LA Times. Bryant átti fund með eiganda félagsins í Barcelona á Spáni á föstudaginn og þar er hann sagður hafa ítrekað ósk sína um að fá að vera skipt frá félaginu. Talsmenn LA Lakers vísa þessum fregnum á bug og hefur eigandinn Jerry Buss þegar sent ársmiðahöfum bréf þar sem hann ítrekar að félagið muni gera allt sem það getur til að byggja upp sterkt lið í kring um Bryant. "Liðið hefur verið í úrslitakeppninni í 26 af síðustu 28 árum og við viljum öll meira," sagði Buss. Kobe Bryant hefur verið einn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár og er enn ekki orðinn 29 ára gamall. Hann á fjögur ár og 88,6 milljónir dollara eftir af sjö ára og 136 milljón dollara samningi sínum við Lakers sem hann undirritaði árið 2004. Hann hefur verið stigakóngur deildarinnar síðustu tvö ár og er nífaldur stjörnuleikmaður. Eins og til að skvetta olíu á eldinn greindi New York Times svo frá því í dag að myndband með Kobe Bryant væri nú við það að fara í loftið á netinu þar sem Bryant tjáði sig á miður fallegan hátt um leikmenn og stjórn LA Lakers. Þar á hann m.a. að segja skoðun sína á því þegar félagið gugnaði á því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd fyrir lokun leikmannagluggans í vetur þar sem liðið vildi ekki láta hinn unga Andrew Bynum í skiptunum. "Við erum að tala um Jason Kidd!" á Bryant að hafa sagt gáttaður og blótað eigandanum Mitch Kupchack.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira